Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka kölluð út fyrr í dag vegna slasaðrar konu í fjörunni austan við Stokkseyri.
Notast þurfti við sexhjól til að flytja konuna að sjúkrabíl og gekk sú vinna vel. Hún var flutt til aðhlynningar á slysadeild.
Nokkrar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á landinu í dag og nú rétt fyrir klukkan sjö eru björgunarsveitir á vettvangi í Austurfljótum í Hornafirði. Þar fór bíll niður um vök og eru björgunarsveitarmenn nú að vinna í því að koma bílnum upp, engin slys urðu á fólki þar.