Síðdegis í gær voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna göngumanns sem hafði slasast við Stóru-Jarlhettu við Langjökul.
Vel gekk að komast að manninum og fluttu björgunarsveitir hann til móts við sjúkrabíl sem flutti hann til aðhlynningar á sjúkrahús.