Sóttu slasaðan göngumann við Langjökul

Frá útkallinu í gær. Ljósmynd/Tintron

Síðdegis í gær voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna göngumanns sem hafði slasast við Stóru-Jarlhettu við Langjökul.

Vel gekk að komast að manninum og fluttu björgunarsveitir hann til móts við sjúkrabíl sem flutti hann til aðhlynningar á sjúkrahús.

Fyrri greinEinstök gjafavöruverslun á rafverkstæði
Næsta grein„Mjög erfitt að vita af fólki í neyð“