Lögreglumenn á Suðurlandi sinntu eftirliti með sóttvörnum í líkamsræktarstöð í umdæminu í gær.
Í dagbók lögreglunnar segir að niðurstaða málsins hafi verið sú að þar hafi að líkindum verið brotið gegn sóttvarnarreglum og ákvað umsjónarmaður stöðvarinnar að loka henni þar til hlutirnir yrðu komnir í lag.
Lögreglan ritaði skýrslu um málið og fer það sína leið til ákærusviðs.