Spændu upp gróður í friðlandi

Þrír spænskir ferðamenn voru gripnir glóðvolgir við utanvegaakstur í friðlandi að Fjallabaki síðastliðinn mánudag.

Þeir höfðu ekið bílaleigubíl sínum eitthundrað metra út á viðkvæmt graslendi. Þar festu þeir bílinn og þurftu að kalla eftir aðstoð landvarðar.

Lögreglan á Hvolsvelli kom í kjölfarið á svæðið. Að sögn lögreglu spændu Spánverjarnir upp viðkvæman gróður og er mál þeirra litið alvarlegum augum.

Fyrri greinFramkvæmdir aftur stopp
Næsta greinSigrún heldur til Frakklands