Spá hámarksrennsli í kvöld eða nótt

Flóðaviðvörun fyrir Hvítá og Ölfusá er enn í fullu gildi en Veðurstofan spáir er hámarksrennsli í ánum í kvöld eða nótt. Enn er haugarigning víðsvegar á Suðurlandi.

Rennsli í Ölfusá við Selfoss hefur hækkað aðeins síðan í morgun og var komið í rúma 1.172 rúmmetra kl. 13. Venjulegt meðalrennsli í ánni er 380 rúmmetrar. Ekki stefnir í flóð af þeirri stærðargráðu sem varð í ánni í desember 2006.

Rennsli í Hvítá við Fremstaver hefur verið nokkuð jafnt frá því í morgun en vatnshæðin náði hámarki þar kl. 17 í gær.

Auðsholtsvegur í Hrunamannahreppi er enn ófær eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.

Fyrri greinForsala á bikarleikinn í kvöld
Næsta greinÞrettán staðnir að hraðakstri