Talsvert hefur snjóað í Mýrdal í nótt og í morgun. Þar rofar til, en um leið hvessir og þá verður fljótt nokkurt kóf og blinda, einkum á milli Sólheimasands og Víkur.
Síðdegis hvessir líka af norðaustri undir Eyjafjöllum og þar hviður allt að 35 m/s. Í Öræfum dregur heldur úr vindi, þar er hiti rétt yfir frostmarki og síður skafrenningur.
Kl. 12:01 var snjóþekja eða hálka á vegum á Suðurlandi og víða éljagangur og skafrenningur fyrir austan Selfoss.
Snjóþekja eða hálka er með suðausturströndinni, skafrenningur og sumsstaðar snjókoma.