Veðurstofan hefur uppfært veðurspá dagsins og gefið út appelsínugula viðvörun sem er í gildi milli kl. 20 og 22:30 í kvöld á Suðurlandi.
Það verður suðaustan 20-28 m/s og rigning og yfir 40 m/s vindhviður við fjöll. Við þessar aðstæður er varasamt að vera á ferðinni. Samgöngutruflanir ery líklegar og auknar líkur á foktjóni.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra bendir á Facebooksíðu sinni á, fyrir þá sem ekki vita að rok er verra veður en stormur.
Veðrið hefur áhrif á ferðir Strætó en leið 51 fer ekkert milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði í dag. Herjólfur siglir ekki frá Landeyjahöfn og því mun leið 52 ekki aka lengra en á Hvolsvöll. Aukavagn merktur Herjólfi ekur frá Mjódd til Þorlákshafnar kl. 19:00. Aðrar ferðir ganga samkvæmt áætlun eins og staðan er núna en farþegar eru hvattir að fylgjast með tilkynningum frá Strætó.