Ráðning Ástu Stefánsdóttur í stól framkvæmdastjóra Árborgar sparar sveitarfélaginu 12 milljónir króna á ári í stjórnunarkostnað.
Sparnaðurinn felst fyrst og fremst í að sameina stöðu bæjarritara starfiframkvæmdastjóra. Heildarlaun Ástu eru 895 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt nýjum ráðningasamningi. Sem bæjarritari fékk hún 667 þúsund á mánuði.
Mánaðalaun Ragnheiðar Hergeirsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra, námu 970 þúsund krónum. Ofan á það bættust laun hennar sem kjörins bæjarfulltrúa og aksturshlunnindi. Hún fær biðlaun í sex mánuði.