Lögregla var kölluð um klukkan hálf eitt aðfaranótt sunnudags í heimahús í Þorlákshöfn vegna gestkomandi manns sem þar hafði ærst og efnt til slagsmála fyrir utan hús.
Þegar lögreglan kom á staðinn lágu menn yfir honum og héldu. Lögreglumenn ræddu við manninn og reyndu að róa hann en þá sparkaði hann fyrirvaralaust sparkaði í andlit og fót eins lögreglumannsins.
Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu og yfirheyrður.
Málið mun verða sent til héraðssaksóknara sem fer með rannsókn mála er varða ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum.