Sparkvöllurinn við Vallaskóla verður „Eikatún“

Í síðustu viku var sparkvellinum við Vallaskóla á Selfossi gefið nafnið „Eikatún“ og af því tilefni var skilti með nafninu afhjúpað við völlinn.

Aron Lúkas Vokes og Eva Jónsdóttir, nemendur í Vallaskóla, afhjúpuðu skiltið ásamt Kjartani Björnssyni, formanni íþrótta- og menningarnefndar.

Nafnið Eikatún má rekja aftur til þess að börn á Selfossi léku sér á grasflöt sem var á þessu svæði en það var kallað Eikatún.

Eftir að grasflötin fór undir annað hefur nafnið legið í dvala þar til núna og fer vel að einn mest notaði sparkvöllurinn á Selfossi beri nafnið.

Fyrri greinEndalaus niðurskurður er langþreytt fyrirbæri
Næsta greinLandsvirkjun semur við BÁ um auknar brunavarnir