„Spikfeitar rollur sem hugsa bara um að bíta“

Finnbogi Jóhannsson frá Minni Mástungu, aldursforseti fjallmanna og Guðmundur Árnason fjallkóngur frá Þjórsársholti. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson

Það var einmuna blíða og frábær stemning í Skaftholtsréttum í Gnúpverjahreppi í gær. Fjallmönnum gekk þokkalega að sækja féð þó að veðrið hafi ekki leikið við þá allan tímann.

„Þetta gekk bara þokkalega miðað við aðstæður og veður. Við hrepptum vont veður á þriðjudaginn en annars var þetta ágætt,“ sagði Guðmundur Árnason, fjallkóngur, í samtali við sunnlenska.is. „Já, það var stjörnuvitlaust veður á þriðjudaginn,“ bætti Finnbogi Jóhannsson, aldursforseti fjallmanna við.

Þeim Guðmundi og Finnboga leist vel á féð sem kemur vænt af fjalli. „En það er sífellt erfiðara að smala afréttinn, það myndast ekkert rennsli, þetta eru bara spikfeitar rollur sem hugsa bara um að bíta,“ segja þeir félagarnir hlæjandi. „Svo vilja þær bara helst láta sækja sig þar sem þær voru skildar eftir í byrjun sumars.“

Fjallkóngurinn Guðmundur fór fyrst á fjall árið 1986 og hefur farið nánast á hverju ári síðan, þó með örfáum hléum. „Þetta eru allt góðar ferðir og ekkert eitt sem stendur uppúr,“ segir Guðmundur. „Ja, hitabylgjan í hittifyrra var nú ansi eftirminnileg, þegar hitinn fór í tuttugu stig á fjöllum,“ bætir Finnbogi við. Hann hefur séð tímana tvenna í sauðfjárrækinni en hann fór í sína fyrstu fjallferð árið 1964.

Gylfi Sigríðarson í Steinsholti. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Reynir Þór Jónsson á Hurðarbaki og Sigurður Loftsson i Steinsholti ábúðarfullir. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Lilja Loftsdóttir í Steinsholti er fyrrum fjallkóngur Gnúpverja en nú sér hún um að trússa. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Marteinn Maríus Marinósson, Minni Mástungu. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Jón Marteinn Finnbogason, Rós Máney Marinósdóttir og Halldóra Björk Jónsdóttir, Minni Mástungu. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Gauti Sigurðsson mætti í réttirnar ásamt dóttur sinni. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Birna Káradóttir í Háholti og Bryndís Eva Óskarsdóttir í Dalbæ. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Hver vinur annan örmum vefur í söng. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Atli Marel Vokes og Jóhann Bjarnason frá Hæli. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson
Fyrri greinHera Björk stígur á stokk með Hr. Eydís
Næsta greinSelfoss fagnaði eftir nágrannajafntefli