Verslunin Sport -tæki var opnuð að Austurmörk 4 í Hveragerði fyrir skömmu. Fyrirtækið sérhæfir sig í heildarlausnum í íþróttavörum.
Í Sport -tækjum er selt allt frá gervigrasvöllum niður í gadda- og íþróttaskó, þ.e. allar sérvörur til íþróttaiðkunar.
Fyrirtækið hefur verið starfrækt í Hveragerði frá því árið 2001, en verslunin sjálf opnaði nú í maímánuði og hún er ætluð til að þjónusta almenning og íþróttafólk til heilbrigðs lífsstíls.
Meðal stærri verkefna sem fyrirtækið hefur séð um síðastliðin tíu ár eru frjálsíþróttavöllurinn á Selfossi, gervigrasvöllurinn á Ísafirði, fjölmargir sparkvellir um land allt, sundlaugarrennibrautin í Laugardal, gólfefni og annar búnaður í Sunnulækjarskóla á Selfossi og svo mætti lengi telja.
Eigendur fyrirtækisins eru þrír; Sigurður Einarsson, Sigríður Björk Jónsdóttir og Einar Viðar Finnsson. Í versluninni starfa sex manns allt árið, en fleiri yfir sumarið.