Afkoma lundans í Reynisfjalli og Dyrhólaey virðist vera betri í sumar en búist var við. Eitthvað af pysjum hefur komist á legg því nokkrar hafa sést á ferli í Víkurþorpi í Mýrdal.
Pysjurnar eru sprækar og vel útlítandi.
Fyrr í sumar greindi sunnlenska.is frá því að ekki hafi einn einasti kríuungi komist upp í kríuvarpinu í Vík. Ungarnir voru ýmist étnir af mávum eða drápust úr hungri. Sandsíli er aðalfæða kríunnar og lundans og höfðu fuglaáhugamenn í Vík áhyggjur af lundavarpinu þar sem kríunni tókst ekki að koma upp ungum.