Spurt eftir leiguhúsnæði á Eyrarbakka

Töluverð eftirspurn virðist vera eftir leiguhúsnæði á Eyrarbakka en framboðið er lítið. Íbúðalánasjóður á nokkrar íbúðir á staðnum, sem standa tómar.

Hverfisráð Eyrarbakka hefur óskað eftir því við bæjarstjórn Árborgar að hún beiti sér fyrir því að sjóðurinn setji þessar íbúðir í leigu á sama hátt og bæjarstjórn gerði gagnvart íbúðum sjóðsins á Selfossi.

Fyrri greinUm 100.000 fjár slátrað á Selfossi í haust
Næsta greinAukafjárveiting vegna skólabyggingar