Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi var endurkjörinn vígslubiskup í rafrænni kosningu sem lauk í hádeginu í dag.
Kristján fékk 425 atkvæði eða 54,98% atkvæða.
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli fékk 267 atkvæði eða 34,54% og sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholtsprestakalli fékk 73 atkvæði eða 9,44% atkvæða.
Á kjörskrá voru 1.444 og greiddu 773 atkvæði eða 53,53%. Átta tóku ekki afstöðu.