Lögreglan á Selfossi handtók tvo stórtæka landabruggara á sjötugsaldri á sveitabæ í Hrunamannahreppi um miðnættið í gærkvöldi.
Mennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu en þeir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna stórtækrar landaframleiðslu.
Lögreglan lagði hald á 800 lítra af gambra og um 100 lítra af eimuðum landa með 35% vínandastyrkleika auk bruggtækja. Þetta er mesta magn af bruggi sem lögreglan á Selfossi hefur lagt hald á á einu bretti hingað til.