Stærsti styrkurinn í Tungurnar

Níu sunnlenskir aðilar fengu úthlutað úr Pokasjóði verslunarinnar í síðustu viku.

Alls fengu 82 verkefni víðsvegar um landið úthlutuðum samtals 71 milljón króna. Úthlutað er til verkefna á sviði umhverfismála, menningar, mannúðar, íþrótta og útivistar. Eftirtaldir aðilar með aðsetur á Suðurlandi fengu úthlutað sem hér segir:

Sjálfsbjörg á Suðurlandi: bætt aðkoma fyrir fatlaða í nokkrum þjóðskógum á Suðurlandi 500.000

Landgræðslufélag Biskupstungna: Uppgræðsla og stöðvun jarðvegseyðingar á Haukadalsheiði 5.000.000

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni: Umhverfisendurbætur, flotbryggja, varnargarður, tjaldstæðavegur 2.000.000

Björgunarsveitin Björg: Sandgræðsla við Ölfusárósa – lagfæring á vegslóðum að veiðisvæði 300.000

Stokkseyringafélagið: Skrúðgarður á Stokkseyri til minningar um Þuríði formann 200.000

Rangárbakkar – hestamiðstöð Suðurlands: Uppgræðslu- og útplöntunarátak á Gaddstaðaflötum 500.000

Skógrækt ríkisins: Skógurinn á Kirkjubæjarklaustri – viðhald stíga, grisjun og skrauttré 300.000

Vinir Þórsmerkur: Viðhald stíga í Þórsmörk og gerð brúar yfir Hrunaá í Goðalandi 2.000.000

Mörk skógræktarfélag: Girðing fyrir skógarreit félagsins í Hnausafit í Meðallandi 200.000

Fyrri greinMjölnir bauð lægst í tvö verk
Næsta grein„Ef þetta er rétt þá er það merkilegt, ef ekki þá er þetta skemmtilegt“