Staðfest að eitrað var fyrir köttunum

Grun­ur íbúa í Hvera­gerði um að eitrað hafi verið fyr­ir kött­um í bæn­um hef­ur verið staðfest­ur.

Gunn­ar Þorkels­son, héraðsdýra­lækn­ir Suður­lands, seg­ir í samtali við mbl.is að málið hafi legið nokkuð ljóst fyr­ir eft­ir að grun­sam­legt fiskiflak fannst í garði í bæn­um en að lík­leg dánar­or­sök í það minnsta þriggja dýra hafi verið staðfest með krufn­ingu á hræi eins þeirra.

„Það var eitrað fyr­ir kött­un­um. Við lít­um þetta að sjálf­sögðu mjög al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir Gunn­ar. Hann vill ekki gefa upp op­in­ber­lega ná­kvæm­lega hvaða eit­ur fannst í kett­in­um sem var kruf­inn en seg­ir það valda dýr­um óbæri­leg­um kvöl­um.

Málið hef­ur nú verið kært og er í hönd­um lög­regl­unn­ar á Sel­fossi. „Ég er hæfi­lega bjart­sýnn á að ger­and­inn finn­ist en […] en ef við finn­um hann verður farið fram á mál­sókn,“ segir Gunnar.

Frétt mbl.is

Fyrri greinDaði Freyr gefur út sólóplötu sem Mixophrygian
Næsta greinStefnir að opnun á nýjum stað