Staðsetning póstkassa skoðuð

Ljósmynd/Pósturinn

Í sumar mun Íslandspóstur gera átak í því að póstkassar í dreifbýli séu rétt staðsettir.

Rétt staðsetning fer eftir ýmsum tilmælum sem getið er um í reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu. Almenna reglan er sú að póstkassi skal vera staðsettur við vegamót ef heimreið er 50 metrar eða lengri. Póstkassi skal ekki vera staðsettur fjær en 500 metra frá húsi að jafnaði, en þó eru á því undantekningar ef heimreið er yfir 2000 metrar að stöku heimili.

Í tilkynningu frá Íslandspósti kemur fram að landpóstar muni hafa samband við íbúa þar sem þarf að breyta staðsetningu póstkassa. „Vonast er til að þessar breytingar valdi sem minnstum óþægindum og að viðskiptavinir sýni skilning,“ segir í tilkynningunni.

Fyrri greinÆgir blandar sér í baráttuna
Næsta greinFótboltagolf er fyrir alla