Stærstur hluti Sunnulækjarskóla í sóttkví

Sunnulækjarskóli á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sjö árgangar í Sunnulækjarskóla á Selfossi og hluti starfsfólks er kominn í sóttkví eftir að þrjú smit greindust í skólanum í gær.

Starfsmaður við skólann og nemendur í 1. og 4. bekk greindust jákvæðir við sýnatöku í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá Birgi Edwald, skólastjóra, eru um 550 nemendur og 50 starfsmenn komnir í sóttkví en 735 nemendur eru í Sunnulækjarskóla.

Smitrakning er í gangi en í tölvupósti frá skólastjóra til foreldra kemur fram að það sé krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að öll börn í 1., 4., 6., 7., 8., 9. og 10. bekk og Setri í Sunnulækjarskóla, fari í sóttkví til og með 15. október.

Gert er ráð fyrir að þessi hópur fari í sýnatöku þann 8. október.

Uppfært kl. 19:11

Fyrri greinTokic kom Selfyssingum aftur í bílstjórasætið
Næsta greinSigur hjá Ægi í sex stiga leik