Stal úr bílum til að fjármagna fíkniefnakaup

Tæplega þrítugur karlmaður af höfuðborgarsvæðinu var handtekinn í gær á Selfossi grunaður um innbrot í bíla. Lögregluenn fengu góða lýsingu á manninum og fundu hann á göngu á Tryggvagötu.

Hann var færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu en við leit á manninum fundust fíkniefni og fjaðrahnífur.

Maðurinn viðurkenndi að hafa farið inn í fjóra ólæsta bíla á Selfossi og stolið ýmsu lauslegu sem hann ætlaði að koma í verð svo hann gæti keypt fíkniefni.

Að yfirheyrslu lokinni var maðurinn frjáls ferða sinna.

Fyrri greinSauðfé enn á heiðum
Næsta greinRannsaka orkuþjófnað í Hveragerði