Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi um helgina og þaðan stolið GPS tæki og ýmsum raftækjum.
Innbrotið átti sér stað síðastliðinn laugardag á milli kl. 14 og 23. Sá eða þeir sem voru að verki höfðu á brott með sér GPS tæki, tvær fartölvur, myndbandsupptökuvél og fleira.
Aðfaranótt laugardags var brotist inn í bifreið sem stóð á bifreiðastæði við Herjólfsbryggju í Þorlákshöfn. Þjófurinn braut rúðu til að komast inn í bifreiðina og hann stal radarvara og iPod.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í vikulegri dagbók lögreglunnar á Selfossi.
Í umferðinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur, einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og sextán ökumenn fyrir hraðakstur.