Stálu milljónavirði af dekkjum

Brotist var inn í gám á lóð Járnkarlsins við Unubakka 25 í Þorlákshöfn á tímabilinu frá síðastliðnu föstudags þar til um klukkan 17 í gær, sunnudag.

Þeir sem voru þar að verki stálu 20 jeppadekkjum og 4 fólksbíladekkjum. Öll dekkin utan fjögur voru á felgum.

Meðal dekkjanna sem var stolið voru lítið notuð Maxxis Mudder 38“, ný Good/Year 31“ ný Hercules 35“, Bf Goodrich 33“ og 32“ negld dekk, tegund óþekkt. Áætluð verðmæti þýfisins er hálf önnur milljón króna.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um þetta innbrot og hvar dekkin er hugsanlega að finna eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinMinkabú út af borðinu eftir klofning
Næsta greinHvernig bætum við menntun barnanna okkar?