Starfsfólk Kirkjuhvols á toppi Eyjafjallajökuls

Starfsfólk Kirkjuhvols við Goðastein. Ljósmynd/VisitHvolsvollur.is

Árleg vorferð starfsfólks á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli var farin í síðustu viku í sól og blíðu.

Farið var með South Coast Adventure ferðaskipuleggjendum á Hvolsvelli og voru farartækin þrír ofurjeppar. Lagt var af stað frá Hvolsvelli og lá leiðin beint upp á Eyjafjallajökul þar sem allir nutu útsýnisins sem er einstakt í svona góðu veðri.

Ferðanefndin bauð upp á gott nesti á toppi jökulsins, við Goðastein, sem er nauðsynlegt í svona ferð. Af toppi Eyjafjallajökuls var keyrt inn í Þórsmörk, þar var grillað, gengið um og spilað eins og lög gera ráð fyrir á þessum merka og fallega stað. Keyrt var til baka um kvöldið og allt starfsfólk endurnært og ánægt með ferðina.

Fyrri greinBirna Sólveig íþróttamaður USVS 2019
Næsta greinÁrborgarar glaðir en Stokkseyringar svekktir