Starfsfólk sjúkrahúsa fær samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins

Ljósmynd/HSU

Starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands var í gær afhent samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélags Íslands. Svanhildur Ólafsdóttir formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Krabbameinsfélags Íslands.

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins er veitt þeim aðilum sem félaginu þykir hafa lagt málstaðnum lið með eftirtektarverðum hætti. Viðurkenning var veitt í þriðja sinn og þetta árið hlaut starfsfólk sjúkrahúsa um land allt viðurkenninguna.

Á HSU er öflugur hópur starfsfólks sem sinnir krabbameinsmeðferðum, á göngudeild, á sjúkradeild og í heimahjúkrun og um 90% allra krabbameinssjúkra á suðurlandi fá lyfjagjöf og meðferð á HSU. Mikil ánægja er í samfélaginu með þessa þjónustu og sérstaklega að þurfa ekki að fara um langan veg til að fá lyfjagjafir.

Fyrri greinStóru sveitarfélögin ekki á þeim buxunum að sameinast
Næsta greinHákon Þór kominn inn á Ólympíuleikana