Starfshópur ræðir við landeigendur um gjaldtöku

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum í gær að leita leiða til að hefja megi gjaldtöku á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu.

Settur hefur verið á laggirnar starfshópur sem mun ræða við aðra landeigendur í sveitarfélaginu og sveitarfélögin í Kötlu jarðvangi. Hópinn skipa Guðlaug Ósk Svansdóttir, Kristín Þórðardóttir og Guðmundur Ólafsson og munu þau kalla til sérfræðinga sér til aðstoðar eftir því sem þurfa þykir.

Fyrri greinSelfyssingar lágu gegn KV
Næsta greinSamið við Límtré um burðarvirki og yleiningar