Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum í gær að leita leiða til að hefja megi gjaldtöku á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu.
Settur hefur verið á laggirnar starfshópur sem mun ræða við aðra landeigendur í sveitarfélaginu og sveitarfélögin í Kötlu jarðvangi. Hópinn skipa Guðlaug Ósk Svansdóttir, Kristín Þórðardóttir og Guðmundur Ólafsson og munu þau kalla til sérfræðinga sér til aðstoðar eftir því sem þurfa þykir.