Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi voru kallaðir út á níunda tímanum í gærkvöldi vegna elds í húsnæði Prentmets við Eyrarveg 25 á Selfossi.
Fljótlega kom í ljós að ekki var um mikinn eld að ræða og var því dregið úr viðbragði.
Þarna hafði kviknað í loftljósi út frá rafmagni og hafði starfsmaður fyrirtækisins náð að slökkva eldinn áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn.
Slökkviliðsmenn reykræstu húsnæðið og gengu úr skugga um að ekki leyndist glóð í byggingarefnum með hitamyndavél.