Startup fundir á Selfossi og í Vík

Fundurinn á Selfossi verður haldinn í Bankanum.

Næstkomandi mánudag heldur KLAK – Icelandic Startups tvo kynningarfundi á Suðurlandi þar sem verkefnin Startup Tourism og Gulleggið verða kynnt.

Fundirnir verða kl. 12:00 til 13:00 í Bankanum á Selfossi og kl. 16:00 til 17:00 á Suður-Vík í Vík í Mýrdal.

Startup Tourism er fimm vikna viðskiptahraðall sem hefur það markmið að hvetja til nýsköpunar og tæknivæðingar í ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring. Sérstök áhersla er lögð á að auðvelda aðilum af öllu landinu að taka þátt og kynningarferðin er einn liður í því. Hraðallinn samanstendur af fimm tveggja daga lotum sem ýmist fara fram á netinu eða í Grósku í Reykjavík en flug og gisting verða niðurgreidd fyrir þau teymi sem koma af landsbyggðinni.

Fyrri greinAf hverju þetta tímabundna álag á útsvarið?
Næsta greinHvað segir það um málstaðinn?