Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, felldi sitjandi formann á þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í gær.
mbl.is greinir frá þessu
Tveir voru í framboði, Stefán og Sverrir Björn Björnsson sem gegnt hefur embættinu í tæplega tíu ár.
Sextánda þing sambandsins fór fram um helgina en Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru heildarsamtök þessara starfsstétta.
Annar Selfyssingur, Viðar Arason, var kosinn varamaður í stjórn en hann sat þingið fyrir hönd Brunavarna Árnessýslu.