Stefán Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í markaðsmálum hjá Markaðsstofu Suðurlands.
Stefán hefur mikla reynslu af stjórnun markaðsmála, miðlun og beinni markaðssetningu þar sem hann hefur m.a. starfað hjá sjónvarpsstöðinni N4 síðastliðin ár sem markaðs- og framleiðslustjóri með góðum árangri. Þá hefur Stefán starfað sjálfstætt við verkefnastjórnun, kvikmyndagerð, leikstjórn, markaðsráðgjöf og viðburðastjórnun.
Stefán Friðrik er með BA gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að vera menntaður kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaskóla Íslands. Mun hann leiða markaðs- og kynningarmál áfangastaðarins hjá Markaðsstofunni, sinna samskiptum við hagsmunaaðila sem og ráðgjöf.
Hann mun hefja störf hjá Markaðsstofu Suðurlands á fyrstu mánuðum ársins 2022.