Nýir eigendur eru að hótelinu í Minni-Mástungu í Gnúpverjahreppi. Það er félagið AK bygg sem keypti húsnæðið og fjóra sumarbústaði þar við.
Að sögn Aðalsteins Hallbjörnssonar, eins aðstandenda fyrirtækisins, er gert ráð fyrir því að hefja rekstur í maí. Hann segir að verið sé að ráðast í að standsetja húsið fyrir opnunina.
„Þá er hægt að stækka hótelið og ég á von á að við ráðumst fljótlega í þá stækkun,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Sunnlenska. Viðskiptafélagi hans er Kristmundur Árnason sem hyggst ráðast í rekstur fjallatrukka og gera þá út frá Árgili í Biskupstungum.