Rangárþing ytra hyggst hefja gjaldtöku á langtímabílastæðum við verslunar- og skrifstofukjarnann Miðjuna á Hellu á næsta ári.
Vísir greinir frá þessu og hefur eftir Jóni G. Valgeirssyni, sveitarstjóra, að þegar ferðamannastraumurinn hafi aftur farið á fullt í sumar, hafi komið bersýnilega ljós að á langtímastæðunum væru jafnan bílar sem stæðu þar yfirgefnir dögum saman.
„Þetta er að stórum hluta bílar fólks sem skilur þá þar eftir þegar það fer í lengri ferðir. Og þetta teppir þau pláss og önnur sem ætluð eru daglegri þjónustu,“ segir Jón í samtali við Vísi.
Jón segir að verið sé að skoða hvernig sé best að standa að málinu en markmiðið sé að hefa gjaldskylduna næsta sumar.