Enginn sitjandi sveitarstjórnarmanna í Skaftárhreppi ætlar að gefa kost á sér áfram verði áfram óbundnar kosningar í hreppnum. Þetta kom fram á íbúafundi á Kirkjubæjarklaustri á mánudag.
Hundrað manns sátu fundinn og þar var stemmning fyrir að stefna að listakosningum. Slíkt var síðast gert fyrir átta árum. Hefð er fyrir óbundnum kosningum í Skaftárhreppi sem þýðir að allir eru í framboði og einungis sitjandi sveitarstjórnarmenn geta beðist undan kosningu.
Í Sunnlenska fréttablaðinu kemur fram að Guðmundur Ingi Ingason, lögreglumaður, sé að vinna að því að setja saman lista. Fái hann ekki mótframboð verður listi hans sjálfkjörinn.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.