Fræðslunefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í vikunni að nýr grunnskóli sem rísa mun í Björkurstykki muni heita Stekkjaskóli.
Auglýst var eftir tillögum að nafni skólans sem verður stofnaður á næsta ári. Samtals bárust 26 tillögur og var samþykkt samhljóða að velja nafnið Stekkjaskóli með vísan í götuheiti hverfisins. Menntamálaráðuneytið þarf að samþykkja nafnið áður en það verður staðfest.
Jarðvinna vegna skólabyggingarinnar var boðin út í gær og á jarðvinnunni að vera lokið þann 15. janúar næstkomandi.