Stjórn Heilsustefnunnar endurkjörin

Aðalfundur Heilsustefnunnar, samtaka um heilsuskóla var haldinn í Hótel Selfossi fyrir skömmu. Stjórn samtakanna var endurkjörin á fundinum.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Einnig var rætt um ýmislegt sem viðkemur Heilsustefnunni.

Frumkvöðull Heilsustefnunnar er Unnur Stefánsdóttir frá Vorsabæ og var hún endurkjörin sem formaður samtakanna ásamt allri stjórninni. Varaformaður er Sigrún Hulda Jónsdóttir, gjaldkeri er Anna Árnadóttir, ritari er María Hermannsdóttir, meðstjórnandi er Kristín Eiríksdóttir og varamaður Ingunn Ríkharðsdóttir.

Sautján heilsuleikskólar eru á landinu, þar af fjórir á Suðurlandi; Árbær á Selfossi, Æskukot á Stokkseyri, Brimver á Eyrarbakka og Kæribær á Kirkjubæjarklaustri.

Samtökin halda úti heimasíðu þar sem kynnast má starfsemi samtakanna.

Fyrri greinKeppt um bestu vetrarmyndina
Næsta greinAftur til vandræða á Bakkanum