Öskufall hefur verið stöðugt á Kirkjubæjarklaustri og er skyggnið ekki nema um 5-50 metrar, að sögn lögreglunnar og björgunarsveitarmanna.
Fyrir liggur í dag að aðstoða fólk við að aftengja þakrennur til þess að koma í veg fyrir að niðurföll stíflist.
Fundir eru áætlaðir hjá Almannavörnum til þess að meta stöðuna og ákvarða um framhald aðgerða.