Síðan í gær hefur rennsli í Skaftá verið nokkuð stöðugt og mælist það í kringum 180 m3/sek við Sveinstind. Rennslið er sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa.
Að svo stöddu hefur hlaupið ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu, en áfram verður fylgst náið með þróun hlaupsins.
Ekki hefur enn verið staðfest hvort hlaupið eigi upptök sín í Vestari-Skaftárkatli en þekkt er að þaðan komi hlaup sem ekki ná miklu hámarksrennsli en vara lengi, jafnvel í allt að tvær vikur.