Stöðvaður á 163 km/klst hraða

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frá því á þriðjudag hafa fimm ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sá sem hraðast ók var á 163 km/klst hraða. Viðurlög við slíkum hraða er 230 þúsund króna sekt, auk sviptingar ökuréttar í tvo mánuði.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að auki einn grunaður um vörslu fíkniefna.

Fimm hegningalagabrot voru tilkynnt og eru til rannsóknar. Um að ræða þjófnaði, eignaspjöll og líkamsárás. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt, án meiðsla á fólki.

Á miðvikudag slasaðist einstaklingur við jöklagöngu á Falljökli í Öræfasveit. Hinn slasaði var færður á heilbrigðisstofnun til aðhlynningar.

Fyrri greinDrekk kaffið aldrei einn
Næsta greinHaukar kreistu fram sigur í lokin