Erlendur ferðamaður var stöðvaður tvívegis fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi í dag – með tuttugu mínútna millibili.
Maðurinn var stöðvaður á Mýrdalssandi á 134 km/klst hraða og gekk hann frá málinu á staðnum með greiðslu sektar uppá 90.000 krónur.
Um 20 mínútum síðar var sami maður stöðvaður aftur og var þá mældur á 117 km/klst hraða í Eldhrauni. Hann gekkst einnig við því broti og gekk frá málinu á staðnum með greiðslu sektar uppá 60.000 kr.
Maðurinn er því 150.000 krónum fátækari eftir akstur um vegi Suðurlands í dag.