Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu við Selfoss

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nú á tíunda tímanum handtóku lögreglumenn þrjá einstaklinga á bíl sem þeir eru taldir hafa stolið á Rangárvöllum.

Þeim var veitt eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi en ökumaðurinn sinnti í engu stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á köflum á um og yfir 140 km/klst hraða.

Að endingu ók hann yfir naglamottu sem lögreglan hafði komið fyrir á þjóðveginum við Selfoss. Mennirnir voru allir handteknir og færðir á lögreglustöð.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að allir sér ómeiddir, bæði meintir brotamenn, aðrir vegfarendur og viðbragðsaðilar sem að aðgerðum komu, hvort sem þeir tilheyra lögreglu, slökkviliði eða sjúkraflutningum.

Nú tekur við rannsókn málsins og ekki að vænta frekari frétta frá lögreglu af málinu í kvöld.

Fyrri greinHamar gaf eftir í seinni hálfleik
Næsta greinAppelsínugul viðvörun: Hríðarveður síðdegis