Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að stofna starfshóp um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja á Selfossi. Hópnum er ætlað að koma með tillögur að uppbyggingu kennslusundlaugar og útisvæðis Sundhallar Selfoss.
Með nýja starfshópnum er verið að sameina tvo aðra hópa; starfshóp um uppbyggingu kennslusundlaugar við Sunnulækjarskóla og starfshóp um uppbyggingu útisvæðis Sundhallar Selfoss.
Starfshópnum er ætlað að meta valkosti um staðsetningu og uppbyggingu kennslusundlaugar ásamt því að koma með tillögur um áfangaskiptingu uppbyggingar á útisvæði Sundhallar Selfoss.
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að í takti við fjölgun nemenda undanfarin ár hefur þrengst að kennslusundi í Sundhöll Selfoss og mikilvægt sé að meta hvort hægt sé að bæta aðstöðuna í Sundhöllinni eða byggja kennslusundlaug á nýjum stað.
Markmiðið er að hópurinn skil af sér fyrstu tillögum í lok október.