Stokkseyringar sigursælir

Sigurður Edgar Andersen, 17 ára Stokkseyringur, leiddi íslensku fjárhundstíkina Eir frá Keldnakoti til sigurs á sumarsýningu Hundaræktendafélags Íslands nýlega.

Alls voru 746 hundar sýndir, þar af 41 íslenskur fjárhundur, og þótti Eir standa uppúr á sýningunni. Er það í fyrsta sinn í langan tíma sem íslenskur fjárhundur ber sigur úr býtum sem besti hundur sýningar.

Glæsitíkin Eir er er úr ræktun Ragnheiðar Sigurgrímsdóttur í Keldnakoti í fyrrum Stokkseyrarhreppi og sýnandinn, Sigurður Edgar er sonur Stefaníu Sigurðardóttur hundaræktanda íslenska fjárhundsins á Stokkseyri. Stefanía er jafnframt eigandi tíkarinnar.

Eir á ættir að rekja líkt og margir íslenskir fjárhundar til hunda úr búi Sigríður Pétursdóttur á Ólafsvöllum á Skeiðum.

Fyrri greinFlutningur Markaðsstofunnar leggst illa í Aldísi
Næsta greinBúið að nefna hringtorgin