Stolið úr bílum á Hellu

Aðfaranótt föstudags var farið inn í nokkrar bifreiðar á Hellu og þaðan stolið lítils háttar af verkfærum. Lögreglan hvetur bíleigendur til að læsa bílum sínum tryggilega.

„Við viljum hvetja alla þá sem fara skilja eftir ökutæki sín og hýbýli ólæst að breyta þeim gjörðum hið fyrsta þar sem slíkt býður hættunni heim. Einungis var farið inn í bifreiðar sem skildar voru eftir ólæstar,“ segir í dagbók lögreglunna.

Lögreglan óskar eftir því að þeir sem tekið hafa eftir mannaferðum á Hellu aðfaranótt föstudags að hafa samband við lögregluna í síma 488 4110, eða í netfangið sveinnr@logreglan.is.

Fyrri greinAðventa á Fjöllum
Næsta greinDagbók lögreglu: Hraðakstur og sinubruni