Stolinn sendibíll fannst í Reykjavík

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn miðvikudag var brotist inn í bílskúr á Selfossi og þaðan jafnframt stolið sendibifreið.

Bifreiðin fannst síðan í Reykjavík og hefur verið komið til eiganda. Hún virðist óskemmd en eitthvað af munum sem í henni voru vantar enn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.
Fyrri greinNenad Zivanovic þjálfar Ægi
Næsta greinFlest hraðakstursbrotin í Rangárvallasýslu