Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Suðurlands samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að veita hjálparstarfi Rauða Krossins einnar milljón króna fjárstyrk.
Fjármagnið verður nýtt í að mæta þolendum átakanna í Úkraínu en fyrirséð er að neyð almennra borgara muni aukast dag frá degi haldi átökin áfram. Í tilkynningu segist Verkalýðsfélag Suðurlands vera stolt af því að geta lagt sitt af mörkum og stutt við flóttafólk frá Úkraínu.