Í þessari viku fær Heilbrigðisstofnun Suðurlands samtals 5.480 skammta af bóluefni og því er stór vika framundan í bólusetningum vegna COVID-19.
HSU fær 3.080 skammta af Pfizer og 2.400 skammta af Janssen sem dreifast á þær heilsugæslustöðvar á Suðurlandi sem inna bólusetningu af hendi. Íbúar í Árnes- og Rangárvallasýslu eru boðaðir í bólusetningu á Selfossi, en einnig er bólusett í Vík, á Klaustri, Höfn og í Vestmannaeyjum.
Einnig verður fólk kallað inn í vikunni til þess að fá seinni skammtinn af Astra Zeneca.
Áfram verður haldið niður handahófslistann, en dregið var um röð árganga sem eftir eru í bólusetningu.