Rafmagn fór af stórum hluta Selfossbæjar á ellefta tímanum í kvöld.
HS veitur og Rarik skipta með sér rafmagnsdreifingunni í bænum og er rafmagnslaust í þeim hluta bæjarins þar sem HS veitur sjá um dreifinguna.
Starfsmenn HS veitna eru að greina ástandið en orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir.
Uppfært kl. 00:38: Rafmagn er nú komið á aftur en samkvæmt heimildum sunnlenska.is varð rafmagnsleysið vegna bilunar í dreifistöð HS veitna á Selfossi.