Stór skimun á Flúðum á þriðjudag

Félagsheimili Hrunamanna. sunnlenska.is/Helga R.Einarsdóttir

Stór hópur úr Flúðaskóla mun fara í skimun vegna COVID-19 næstkomandi þriðjudag og mun skimunin fara fram í félagsheimilinu á Flúðum.

Ákveðið hefur verið að framlengja lokunum í Hrunamannahreppi en Flúðaskóli verður lokaður á mánudag og þriðjudag og það sama á við um sundlaugina, íþróttahúsið og tækjasalinn.

Óskað er eftir því að foreldrar leikskólabarna haldi börnum sínum heima ef þess er nokkur kostur og komi ekki með þau í leikskólann fyrr en niðurstöður skimana liggja fyrir.

Skrifstofa og áhaldahús Hrunamannahrepps verða lokuð öðrum en þeim sem þar starfa. Bókasafnið verður lokað á mánudag og þriðjudag.

Margir íbúar í Hrunamannahreppi eru í sóttkví, sem hefur áhrif á mönnun og starfsgetu stofnana sveitarfélagsins.

Fyrri greinSigurinn hékk á bláþræði í Eyjum
Næsta greinStyrmir sterkur í sigri á Val