Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð í sunnanverðum Mýrdalsjökli klukkan 22:58 í kvöld.
Um tugur eftirskjálfta hafa fylgt í kjölfarið.
Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni hefur stofnunin ekki fengið neina tilkynningu um að skjálftans hafi orðið vart í byggð. Upptök skjálftans eru 22 kílómetrum norðan við Vík í Mýrdal.