Stóra-Fossvatn yfir 2.000 fiska múrinn

Veiði í Stóra-Fossvatni í Veiðivötnum hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu þar 424 fiskar á land.

Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2.052 fiskar.

Annars veiddist mest í Litlasjó í síðustu vikunni, 537 fiskar, og heildarveiðin þar 5.253 fiskar. Snjóölduvatn, Hraunvötn og Grænavatn skiluðu einnig góðri veiði svo og smábleikjuvötnin Langavatn og Nýjavatn.

Alls fengust 1.792 fiskar úr Veiðivötnum í vikunni og heildarveiðin í sumar er komin í 18.638 fiska.

Fyrri greinEystri-Rangá komin á toppinn
Næsta greinAndlát: Svanur Kristjánsson